Nýliðinn Urald King sækir að körfu ÍR-inga í gærkvöldi en sá hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar.
Nýliðinn Urald King sækir að körfu ÍR-inga í gærkvöldi en sá hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Breiðholt/Keflavík Kristófer Kristjánsson Skúli B.

Breiðholt/Keflavík

Kristófer Kristjánsson

Skúli B. Sigurðsson

Topplið Stjörnunnar var ekki í miklum vandræðum með ÍR-inga þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi en Garðbæingar unnu afar sannfærandi 93:75-sigur. Stjarnan hefur nú unnið níu deildarleiki í röð og stefnir ótrauð á deildarmeistaratitilinn annað árið í röð.

Stjarnan fékk mikinn liðsstyrk í vetrarfríinu en félagið samdi við landsliðsmanninn Gunnar Ólafsson sem kom frá spænsku B-deildinni og fékk einnig Urald King til liðs við sig en sá lék síðast með Tindastól á síðustu leiktíð. King var frábær í Seljaskóla í gær, skoraði 22 stig og tók 19 fráköst og ljóst, þegar litið er á leikmannahóp Stjörnunnar, að liðið ætlar sér langt í vetur. Það var einmitt gegn ÍR sem Stjörnumenn féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í fyrra eftir æsispennandi viðureign og eiga Garðbæingar því harma að hefna í vor.

ÍR er nú búið að tapa þremur leikjum í röð, öllum með u.þ.b. 20 stiga mun en illa virðist ganga að setja saman nýtt lið í Breiðholtinu. ÍR-ingar eru að vísu í sama sæti nú og þeir enduðu í í fyrra, 7. sæti, og fóru þá eftirminnilega alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn KR. Það er þó erfitt að ímynda sér þetta ÍR-lið leika sama leik eftir. Liðið var enn eina ferðina einhverjum 20 fráköstum á eftir andstæðingi sínum og virðist hreinlega vanta þá baráttu sem hefur einkennt ÍR-inga undanfarin ár.

Sannfærandi í grannaslagnum

Keflavík og Grindavík mættust í líkast til allra daufasta leik í manna minnum. Keflavík náði að lokum að landa verðskulduðum og nokkuð áreynslulausum sigri, 80:60. Keflavík leiddi með sex stigum í hálfleik og í raun má segja að sigur liðsins hafi aldrei verið í hættu.

Þegar um þrjár mínútur voru liðnar af leiknum var Guðmundi Jónssyni úr Keflavík vikið í sturtu eftir að hafa fengið á sig óíþróttamannslega villu og svo í kjölfarið tæknivillu fyrir munnsöfnuð. Hörð refsing má segja, fyrir annars litlar sakir þannig séð. Reglubókin tekur hinsvegar á þessu á þennan hátt. En að leiknum, þá virtist hann vera allt frá byrjun annars leikhluta á sjálfstýringu í átt að heimasigri. Keflvíkingar gerðu einfaldlega það sem þeir þurftu og lyftu ekki fingri umfram það. Leiddir áfram af Dominykas Milka í enn eitt skiptið og setti kappinn í 22 stig og tók heil 19 fráköst í leiknum. Frábær leikmaður! Leikur Grindvíkinga var vandræðalegur nánast allt kvöldið og þetta „villta vestur“ sem loðað hefur við liðið síðustu tímabil virðist ekkert vera að hjaðna. Hvað eftir annað er ein sending í sóknarkerfi liðsins og þar með er einhver leikmaður búinn að taka af skarið og kominn í einleik. Vissulega hafði það áhrif að Jamal Olasawere var í banni en hans vera hefði ekki breytt neinu þetta kvöldið.

ÍR – Stjarnan 75:93

Hertz Hellirinn, Dominos-deild karla, 9. janúar 2020.

Gangur leiksins : 0:9, 4:11, 12:20, 16:25 , 20:31, 28:38, 33:47, 41:52 , 41:59, 44:66, 50:71, 59:76 , 60:82, 64:85, 68:91, 75:93 .

ÍR: Collin Pryor 21/5 fráköst, Evan Christopher Singletary 17/10 fráköst, Danero Thomas 10, Roberto Kovac 8/6 fráköst, Georgi Boyanov 6/9 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 4, Skúli Kristjánsson 3, Arnór Hermannsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Urald King 22/19 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 14, Kyle Johnson 13/5 fráköst, Nikolas Tomsick 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Ágúst Angantýsson 2, Hlynur Elías Bæringsson 2/12 fráköst.

Fráköst: 45 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 336.

Keflavík – Grindavík 80:60

Blue-höllin, Dominos-deild karla, 9. janúar 2020.

Gangur leiksins: 2:5, 5:9, 11:14, 18:14 , 24:20, 30:24, 36:31, 40:36 , 47:36, 49:36, 55:41, 65:43 , 67:47, 72:54, 77:58, 80:60 .

Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 22/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 4, Callum Reese Lawson 4, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Khalil Ullah Ahmad 2/6 stoðsendingar.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík : Sigtryggur Arnar Björnsson 18/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 17/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Valdas Vasylius 7/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Davíð Páll Hermannsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 316.