Luc Besson
Luc Besson
Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvikmyndaleikstjóranum Luc Besson hefði verið óheimilt að reka aðstoðarkonu sína meðan hún var í veikindaleyfi.
Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvikmyndaleikstjóranum Luc Besson hefði verið óheimilt að reka aðstoðarkonu sína meðan hún var í veikindaleyfi. Besson og framleiðslufyrirtæki hans, EuropaCorp, var dæmt til að greiða konunni ríflega fjórar milljónir íslenskra króna í skaðabætur og lagakostnað að auki. Konan, sem hóf störf hjá Besson 2015 og starfaði í fjögur ár segir að Besson hafi komið fram við hana eins og þræl. Fjórir læknar, þeirra á meðal einn frá EuropaCorp, mátu hana óvinnufæra vegna veikinda. Hún var í veikindaleyfi í 13 mánuði eftir uppsögnina.