Listakonan Ólöf Nordal.
Listakonan Ólöf Nordal. — Morgunblaðið/Eggert
Myndlistarkonan Ólöf Nordal veitir á morgun, sunnudag, leiðsögn um sýningu sína í Ásmundarsafni sem ber titilinn úngl-úngl . Leiðsögnin hefst kl. 15.

Myndlistarkonan Ólöf Nordal veitir á morgun, sunnudag, leiðsögn um sýningu sína í Ásmundarsafni sem ber titilinn úngl-úngl . Leiðsögnin hefst kl. 15.

Sýningin er sú fimmta og síðasta í röð einkasýninga fimm listamanna sem gert hafa útilistaverk sem prýða höfuðborgina. Um Ólöfu segir í tilkynningu að hún leitist við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, leiti uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verði þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpi iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísi bæði fram og aftur í tíma.

Aðgöngumiði á safnið gildir í leiðsögnina.