Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson
Háskólaráð samþykkti á fundi sínum á föstudag að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, í embætti rektors Háskóla Íslands til næstu fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi fram til 30. júní 2025.

Háskólaráð samþykkti á fundi sínum á föstudag að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, í embætti rektors Háskóla Íslands til næstu fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi fram til 30. júní 2025.

Jón Atli hefur gegnt embættinu frá árinu 2015, þegar hann var kjörinn rektor í almennri kosningu starfsmanna og stúdenta við skólann um vorið, og tók við embætti 1. júlí það ár. Jón Atli er 29. einstaklingurinn sem gegnir embætti rektors frá því að Háskóli Íslands tók til starfa árið 1911. Hann hóf fyrst störf við skólann sem lektor í rafmagns- og tölvuverkfræði árið 1991 en árið 1994 fékk hann framgang í starf dósents og í starf prófessors árið 1996.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að embætti rektors hafi verið auglýst laust til umsóknar í desember, og rann umsóknarfrestur út 3. janúar sl., og var Jón Atli sá eini sem sótti um stöðuna.