Stilla Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.
Stilla Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.
„Lof mér að falla er virkilega flott og vel leikin mynd sem smýgur inn undir húðina,“ skrifar Thomas Brunstrøm kvikmyndagagnrýnandi BT og gefur Lof mér að falla , sem nýverið var frumsýnd í Danmörku, fimm stjörnur af sex mögulegum.

„Lof mér að falla er virkilega flott og vel leikin mynd sem smýgur inn undir húðina,“ skrifar Thomas Brunstrøm kvikmyndagagnrýnandi BT og gefur Lof mér að falla , sem nýverið var frumsýnd í Danmörku, fimm stjörnur af sex mögulegum. Brunstrøm hrósar Baldvini Z leikstjóra myndarinnar fyrir að reyna ekki að beita rassvasasálfræði til að skýra fíkniefnanotkun Magneu. „Tilviljanir og litlar rangar ákvarðanir varða leiðina á botninn.“

Nanna Frank Rasmussen rýnir Politiken gefur myndinni fjögur hjörtu af sex mögulegum. „Áhorfendur engjast um í sætinu vegna vanlíðunar. [] Það er erfitt að horfa á þetta. Fíknaefnanotkun er ekki falleg og á ekki að lýsa með rómantískum hætti. En myndin má heldur ekki verða ofbeldisfull í sjálfu sér með ofgnótt atburða á mörkunum,“ skrifar Rasmussen og fer lofsamlegum orðum um frammistöðu Elínar Sifjar Halldórsdóttur í hlutverki Magneu.

„Þetta er grimm og óvægin mynd um fíkniefnaneyslu ungmenna sem hristir upp í manni, en hún er næstum of yfirþyrmandi til þess að áhorfendur geti jafnað sig og kunnað að meta myndina,“ skrifar Jacob Wendt Jensen hjá Jyllands-Posten og gefur þrjár stjörnur.