— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kirkjustaður þessi er á Suðurlandi; og setja húsin sterkan svip á staðinn. Um aldir hefur þarna verið prestssetur og í þekktri þjóðsögu greinir frá presti einum sem var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap.
Kirkjustaður þessi er á Suðurlandi; og setja húsin sterkan svip á staðinn. Um aldir hefur þarna verið prestssetur og í þekktri þjóðsögu greinir frá presti einum sem var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Hélt sá dansleik á jólanótt svo kirkjan sökk niður í jörð og með henni dansgestirnir allir. Hver er staðurinn.