Eiríkur Guðmundsson
Eiríkur Guðmundsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Andrés Magnússon ræðir í nýjasta fjölmiðlapistli sínum í Viðskiptablaðinu hættuna á að fjölmiðlar og einstakir fjölmiðlamenn fari út af sporinu í umfjöllun sinni. Nefnir hann sérstaklega dæmi um tvo starfsmenn Rúv. sem hafi gerst sekir um þetta.

Andrés Magnússon ræðir í nýjasta fjölmiðlapistli sínum í Viðskiptablaðinu hættuna á að fjölmiðlar og einstakir fjölmiðlamenn fari út af sporinu í umfjöllun sinni. Nefnir hann sérstaklega dæmi um tvo starfsmenn Rúv. sem hafi gerst sekir um þetta.

Annar er Eiríkur Guðmundsson sem setti færslu á félagsmiðil um að „ef einhver sjálfstæðismaður yrði ráðinn útvarpsstjóri þá yrði bylting. „Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“ — Sem sagt ofbeldi heitið nema einhver pólitískt þóknanlegur Eiríki verði ráðinn yfirmaður hins öldungis ópólitíska ríkisútvarps!“

Hinn starfsmaður Rúv. sem Andrés nefnir að hafi verið óþarflega lítið orðvar er Helgi Seljan sem hafi í framhaldi af Samherjamálinu farið offari á félagsmiðlum, sent Samherjamönnum tóninn og „stillt sér upp andspænis forsvarsmönnum Samherja, svona nánast eins og hann eigi aðild að málinu. Það gengur ekki“.

Í þessu sambandi minnir Andrés á sérstaka hlutleysisskyldu Rúv. sem á lögum samkvæmt að gæta sín. Hann bendir auk þess á að þessi framganga sé í ósamræmi við innanhússreglur stofnunarinnar.

Loks bendir fjölmiðlarýnirinn á að þessi framganga geti ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn Rúv. en samt viðgangist hún. En það kemur svo sem ekkert á óvart og er í ágætu samræmi við umgengni Rúv. við lög og eðlilega háttsemi ríkismiðils.