Sigurður Guðjónsson
Sigurður Guðjónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilkynnt hefur verið um úthlutanir ársins úr launasjóðum listamanna. Til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun en alls var sótt um 11.167 mánuði. Fjórtán prósentum þeirra mánaða sem sótt er um er því úthlutað. Fjöldi umsækjenda var 1.

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir ársins úr launasjóðum listamanna. Til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun en alls var sótt um 11.167 mánuði. Fjórtán prósentum þeirra mánaða sem sótt er um er því úthlutað. Fjöldi umsækjenda var 1.543 og starfslaun fá 325 listamenn.

Starfslaunin eru 407.413 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2020. Um verktakagreiðslur er að ræða. Eftirtöldum var úthlutað flestum mánuðum. Listann í heild má sjá á vefnum rannis.is.

Myndlistarmenn

Launasjóður myndlistarmanna úthlutaði 435 mánaðarlaunum. Flesta fékk Sigurður Guðjónsson, laun í tvö ár.

12 mánuðir: Ástríður Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Erling T.V. Klingenberg, María Dalberg, Jóní Jónsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson og Unnar Örn.

9 mánuðir: Arna Óttarsdóttir, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Ólafur Árni Ólafsson, Rúrí og Sara Riel.

7 mánuðir: Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigurðardóttir.

6 mánuði fengu m.a.: Anna Guðjónsdóttir, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Hulda Rós Guðnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Helgason, Pétur Thomsen, Þórdís Jóhannesdóttir.

Hönnuðir

Launasjóður hönnuða úthlutaði 50 mánaðarlaunum. Hildur Björk Yeoman fékk 12, Ragna Þórunn Weywadt Ragnarsdóttir 9, Steinunn Viðar Sigurðardóttir 8 og þær Katrín Ólína Pétursdóttir, Valgerður Tinna Gunnarsdóttir og Valdís Steinarsdóttir 6 mánuði.

Rithöfundar

Launasjóður rithöfunda úthlutaði 555 mánaðarlaunum.

12 mánuðir: Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sjón og Steinunn Sigurðardóttir.

9 mánuðir: Auður Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Hildur Knútsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Steinar Bragi, Vilborg Davíðsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.

6 mánuði fengu m.a.: Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Dagur Hjartarson, Eiríkur Ómar Guðmundsson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Fríða Ísberg, Gunnar Helgason, Mazen Maarouf, Pétur Gunnarsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson og Þórarinn Eldjárn.

Tónlistarflytjendur

Launasjóður tónlistarflytjenda úthlutaði 180 mánaðarlaunum. Laun í eitt ár fá Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. 9 mánuði fær Hörður Áskelsson og 7 mánuði þeir Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson.

6 mánuðir: Ásgeir Jón Ásgeirsson, Davíð Þór Jónsson, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Gyða Valtýsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Laufey Jensdóttir, Óskar Guðjónsson, Sif M.Tulinius, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Skúli Sverrisson, Sveinn Hjörleifsson, Tumi Árnason, Una Sveinbjarnardóttir, Þorgrímur Jónsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir.

Tónskáld

Launasjóður tónskálda úthlutaði 190 mánaðarlaunum. Eitt ár fengu Ingibjörg G. Friðriksdóttir og Tómas R. Einarsson.

9 mánuðir: Bára Gísladóttir, Daði Birgisson og Kristjana Stefánsdóttir.

6 mánuðir: Brynja Bjarnadóttir, Davíð Þór Jónsson, Gyða Valtýsdóttir, Halldór Smárason, Hildur K. Stefánsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kristín Anna Valtýsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ómar Guðjónsson, Skúli Sverrisson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Þráinn Hjálmarsson.

Sviðslistafólk

Launasjóður sviðslistafólks úthlutaði 190 mánaðarlaunum til 19 hópa og einstaklinga. Af hópum fékk 14 mánuði Tabúla rasa, þau: Anna María Tómasdóttir, Brynja Björnsdóttir, Brynja Skjaldardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hafdís Helga Helgadóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Ólafur Ásgeirsson.

12 mánuðir: EP, félagasamtök: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, María Ingibjörg Reyndal, María Theódóra Ólafsdóttir, Snorri Freyr Hilmarsson, Stefán Már Magnússon og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Og hópurinn Skrúður: Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir.

11 mánuði fengu m.a.: 10 fingur: Eva Signý Berger, Helga Arnalds, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Sómi þjóðar: Berglind Halla Elíasdóttir, Hilmir Jensson, Ilmur María Stefánsdóttir, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson. Og Svipir ehf.: Egill Ingibergsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þór Tulinius.