Kjöthleifur hress að vanda.
Kjöthleifur hress að vanda. — AFP
Loftslagsmál Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum eftir að gamla rokktröllið Meat Loaf, eða Kjöthleifur, greindi frá því í samtali við breska blaðið Daily Mail á dögunum að hann fyndi til með loftslagsfrömuðinum Gretu Thunberg vegna þess að...
Loftslagsmál Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum eftir að gamla rokktröllið Meat Loaf, eða Kjöthleifur, greindi frá því í samtali við breska blaðið Daily Mail á dögunum að hann fyndi til með loftslagsfrömuðinum Gretu Thunberg vegna þess að hún hefði verið heilaþvegin. Thunberg svaraði um hæl á Twitter og sagði loftslagmál hvorki snúast um sig, Kjöthleif né stjórnmál. Þau snerust um vísindalegar staðreyndir. Undir þau ummæli tók dóttir söngvarans, Amanda Aday, og bætti við að hún deildi ekki sjónarmiðum hans í loftslagsmálum. Gamli leðurbarkinn og Íslandsvinurinn Sebastian Bach, sem í eina tíð var í Skid Row, greip þann bolta á lofti og sagði að það væru þeir sem tryðu ekki á loftslagsbreytingar sem væru heilaþvegnir.