Eftir japl, jaml og fuður gekk Karl að eiga Camillu Parker Bowles árið 2005.
Eftir japl, jaml og fuður gekk Karl að eiga Camillu Parker Bowles árið 2005. — Reuters
Breska konungsfjölskyldan var milli tannanna á fólki fyrir réttum aldarfjórðungi, líkt og nú. Þá beindust spjótin að Karli Bretaprins en í frétt Morgunblaðsins 12.

Breska konungsfjölskyldan var milli tannanna á fólki fyrir réttum aldarfjórðungi, líkt og nú. Þá beindust spjótin að Karli Bretaprins en í frétt Morgunblaðsins 12. janúar 1995 sagði að hans biði áralangt stríð við að bæta ímynd sína hygðist hann skilja við Díönu prinsessu og kvænast Camillu Parker Bowles, sem þá var sjálf nýskilin, og verða kóngur jafnframt. Var vitnað til manna sem fróðir eru um málefni bresku konungsfjölskyldunnar.

„Breska stjórnarskráin kemur ekki í veg fyrir að Karl verði kóngur síðar meir þó svo hann skilji við Díönu og kvænist Camillu Parker Bowles,“ stóð í frétt blaðsins. „Sérfróðum mönnum þykir hins vegar, að af slíkum ráðstöfunum verði ekki í bráð, jafnvel ekki í áratug, þar sem almenningur sé ekki á þeim buxunum. Þó svo Karl sé staðráðinn í að taka við konungstign þegar móðir hans kýs að standa upp af valdastóli, muni það ráðast alfarið af afstöðu almennings hvort eða hvenær hann kvænist öðru sinni. [...] Sumir eru reyndar á því, að það eitt að ganga að eiga Parker-Bowles gæti reynst náðarhöggið.“