Kjarvalsstaðir Ólöf Nordal listakona.
Kjarvalsstaðir Ólöf Nordal listakona. — Morgunblaðið/Eggert
Í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Úngl, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, verður listasmiðja fyrir fjölskyldur í dag laugardag í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Listasmiðjan hefst kl. 13 og heitir Furður og ævintýr.

Í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Úngl, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, verður listasmiðja fyrir fjölskyldur í dag laugardag í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Listasmiðjan hefst kl. 13 og heitir Furður og ævintýr. Vert er að taka fram að aðgöngumiði á safnið gildir en að sjálfsögðu er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna. Frítt er fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur en þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk eftir heimsókn í sýningarsalina.