Mjóddin Atvinnulóðirnar eru við Reykjanesbrautina, nálægt svæði ÍR-inga.
Mjóddin Atvinnulóðirnar eru við Reykjanesbrautina, nálægt svæði ÍR-inga.
Á fundi borgarráðs í vikunni var samþykkt að auglýsa fjórar atvinnulóðir í Suður-Mjódd í Breiðholti til sölu á föstu verði. Umræddar lóðir eru Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D. Þær eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Lóðirnar eru samtals 17.000 fermetrar.

Á fundi borgarráðs í vikunni var samþykkt að auglýsa fjórar atvinnulóðir í Suður-Mjódd í Breiðholti til sölu á föstu verði.

Umræddar lóðir eru Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D. Þær eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Lóðirnar eru samtals 17.000 fermetrar. Þær voru auglýstar lausar til umsóknar haustið 2019 en þá barst ekkert tilboð. Til stóð að bílaumboðið Hekla hf. myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á lóðunum við Álfabakka en hætt var við þau áform. Bílaumboðið verður áfram við Laugaveginn.

Fyrir borgarráð var lagt mat tveggja löggiltra fasteignasala á markaðsverði fyrir byggingarrétt á lóðunum. Kjartan Hallgeirsson hjá Eignamiðlun mat byggingarrétt án gatnagerðargjalds á krónur 495.270.000. Ólafur Jóhannsson hjá Jöfri mat söluverðið 493 milljónir samtals. sisi@mbl.is