Byggingarreitur Svæðið sem rætt er um er á milli Kópavogsskóla og Menntaskólans í Kópavogi.
Byggingarreitur Svæðið sem rætt er um er á milli Kópavogsskóla og Menntaskólans í Kópavogi.
Í bók Arnaldar Indriðasonar Tregasteini staldraði ég við í byrjun 50. kafla, fannst hann tjá vel hugsanir mínar með þessum orðum: „Konráð asnaðist til þess að aka í gegnum miðbæinn... forðaðist miðbæinn í seinni tíð.

Í bók Arnaldar Indriðasonar Tregasteini staldraði ég við í byrjun 50. kafla, fannst hann tjá vel hugsanir mínar með þessum orðum:

„Konráð asnaðist til þess að aka í gegnum miðbæinn... forðaðist miðbæinn í seinni tíð. Vildi ekki hafa fyrir augum sér forljót stórhýsin sem þar höfðu risið eitt af öðru og rutt burt öllu sem minnti á Reykjavík fyrri tíma. Honum fannst glyshallirnar ekkert erindi eiga á þennan stað og bæru vitni um glórulausa óstjórn borgarinnar og undirlægjuhátt gagnvart peningavaldi. Nýi miðbærinn minnti hann á hroðann í hans gamla hverfi, Skuggahverfinu, þar sem ljótustu blokkum landsins hafði verið steypt niður eins og múrveggjum framan við vinalegar húsagöturnar sem lágu uppeftir holtinu...“

Á Kópavogshálsi við hliðina á grunnskóla kaupir „fjárfestir“ nokkur hús (12 íbúðir), þau grotna niður, nýir aðilar taka við og bærinn skipuleggur þar síðan 180 íbúða byggð, umturnar grónu hverfi með miklu raski og auðvitað stóraukinni umferð – dapurlegt.

María L. Einarsdóttir.