Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hélt fund í vikunni þar sem samþykkt var að skora á þingmenn Norðvesturkjördæmis að vinna ötullega að frumvarpi til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra...

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hélt fund í vikunni þar sem samþykkt var að skora á þingmenn Norðvesturkjördæmis að vinna ötullega að frumvarpi til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.

Brák er að hefja framkvæmdir við byggingu nýs húss undir starfsemina þar sem eldra húsnæði er talið óhentugt. Á síðasta ári voru 70 ár síðan skipuleg björgunarstarfsemi hófst í Borgarnesi og þá var tekin fyrsta skóflustungan að nýja húsinu. Nú á næstu vikum stendur til að hefjast handa við framkvæmdir, jarðvinnu og sökkla.

„Það er augljóst mál að fámenna björgunarsveit munar verulega um það ef virðisaukaskattur af byggingakostnaði fæst endurgreiddur,“ segir m.a. í áskorun Brákar.