Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir því í fréttabréfi sínu, Hagsjá, að vísitala neysluverðs lækki í janúar um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir helst verðbólgan óbreytt í tveimur prósentum. Hagstofan birtir janúarmælingu neysluverðs 30. janúar nk.

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir því í fréttabréfi sínu, Hagsjá, að vísitala neysluverðs lækki í janúar um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir helst verðbólgan óbreytt í tveimur prósentum. Hagstofan birtir janúarmælingu neysluverðs 30. janúar nk.

Í Hagsjánni segir um helstu undirliði vísitölunnar að búist sé við því að janúarútsölur á fötum og skóm verði svipaðar og síðustu ár. Þá á hagfræðideild bankans von á að janúarútsölur á húsgögnum og heimilisbúnaði verði einnig svipaðar og síðustu ár. Þá segir að verðkönnun deildarinnar hafi sýnt að bensín og dísilolía hafi hækkað um tvö prósent milli mánaða.

Landsbankinn spáir því að lokum að ársverðbólga í febrúar verði 2,2%.