ÍSAGA, sem framleiðir og markaðssetur iðnaðargas og sérhæfðar gastegundir, mun skipta um nafn í mánuðinum. Verður fyrirtækið hér eftir undir nafninu Linde, eða því sama og móðurfélag þess ber.
ÍSAGA, sem framleiðir og markaðssetur iðnaðargas og sérhæfðar gastegundir, mun skipta um nafn í mánuðinum. Verður fyrirtækið hér eftir undir nafninu Linde, eða því sama og móðurfélag þess ber. Það félag er gas- og tæknifyrirtæki með um 80 þúsund starfsmenn og starfsemi í u.þ.b. 100 löndum. Erik Larsson er forstjóri Linde hér á landi. Samkvæmt nýjasta ársreikningi voru 28 ársverk hjá félaginu 2018.