Inga Lára Baldvinsdóttir
Inga Lára Baldvinsdóttir
Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, veitir leiðsögn á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafninu. Sýningunni lýkur jafnframt á morgun.

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, veitir leiðsögn á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafninu. Sýningunni lýkur jafnframt á morgun. Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900, gerði út frá Hafnarfirði og ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku, eins og fram kemur í tilkynningu.

Á sýningunni má sjá úrval ljósmynda Ward sem varðveittar hafa verið í Devon Archives í Exeter. Inga Lára mun segja frá tilurð sýningarinnar, frá myndasafni Ward og benda á áhugaverðar myndir.