Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir í Ölfusi á milli Hveragerðis og Selfoss klukkan 13.10 í gær.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir í Ölfusi á milli Hveragerðis og Selfoss klukkan 13.10 í gær.

Samkvæmt athugasemdum jarðvísindamanns Veðurstofu Íslands bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist í Hveragerði og á Selfossi, Eyrarbakka, Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Guðný Lára Gunnarsdóttir, íbúi á Selfossi, sagði í samtali við mbl.is í gær að eiginmaður hennar hefði stokkið út við höggið, haldið að einhver hefði keyrt á húsið.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri hjá rörverksmiðjunni Seti á Selfossi, sagði við mbl.is að aðdragandi skjálftans hefði fundist vel á Selfossi og fann hann skjálftann vel á skrifstofum fyrirtækisins.

arnarth@mbl.is