Hópurinn Listamennirnir sem sýna saman í Samslætti á Korpúlfsstöðum.
Hópurinn Listamennirnir sem sýna saman í Samslætti á Korpúlfsstöðum.
Myndlistarsýningin Samsláttur verður opnuð á hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag, 11. janúar, kl. 14 og stendur til 26. janúar. Sýningin er framlag níu listamanna og óður þeirra til birtunnar í myrkum janúarmánuði, segir í tilkynningu.
Myndlistarsýningin Samsláttur verður opnuð á hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag, 11. janúar, kl. 14 og stendur til 26. janúar. Sýningin er framlag níu listamanna og óður þeirra til birtunnar í myrkum janúarmánuði, segir í tilkynningu. Í texta sem Jón Proppé listfræðingur skrifar segir m.a. að þar sem listamenn séu með vinnustofur í sama húsi verði til samfélög og eitt slíkt hafi orðið til í Auðbrekku 14 í Kópavogi. Listamennirnir sem þar eru með vinnustofur hafi nú tekið sig saman um sýningu sem þeir kalli Samslátt . Hver tali með sínu nefi og fáist við sitt en þar sem margar vinnustofur liggi saman verði til samfélag og þá jafnvel einhvers konar samsláttur.