Hallgrímskirkja Líkmenn voru vinir, nemendur og fyrrverandi samstarfsmenn Vilhjálms Einarssonar. Frá vinstri eru Björn Ingimarsson, Þórir Jónsson, Lárus L. Blöndal og Júlíus Hafstein og frá hægri eru Olga L. Garðarsdóttir, Sveinn Víkingur Þórarinsson, Margrét Héðinsdóttir og Jón Þ. Ólafsson.
Hallgrímskirkja Líkmenn voru vinir, nemendur og fyrrverandi samstarfsmenn Vilhjálms Einarssonar. Frá vinstri eru Björn Ingimarsson, Þórir Jónsson, Lárus L. Blöndal og Júlíus Hafstein og frá hægri eru Olga L. Garðarsdóttir, Sveinn Víkingur Þórarinsson, Margrét Héðinsdóttir og Jón Þ. Ólafsson. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Útför Vilhjálms Einarssonar, frjálsíþróttamanns og fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hann lést á Landspítalanum 28. desember, 85 ára að aldri.

Útför Vilhjálms Einarssonar, frjálsíþróttamanns og fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hann lést á Landspítalanum 28. desember, 85 ára að aldri. Fjölmennt var í útförinni en bein útsending var einnig frá henni í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförina annaðist séra Sigurður Jónsson. Jónas Þórir lék á orgel í athöfninni og Valgerður Guðnadóttir, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson sáu um söng ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur.

Var Vilhjálmur meðal annars þekktur fyrir að vera fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum en hann var einnig handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála.

Vilhjálmur verður jarðsettur í Reykholti í Borgarfirði í dag.