Kristen Stewart kemst vel frá sínu í myndinni.
Kristen Stewart kemst vel frá sínu í myndinni. — AFP
Kvikmyndir Kristen Stewart fær glimrandi góða dóma í breska blaðinu The Guardian fyrir túlkun sína á stallsystur sinni Jean Seberg í kvikmynd um líf þeirrar síðarnefndu sem kallast einfaldlega Seberg.
Kvikmyndir Kristen Stewart fær glimrandi góða dóma í breska blaðinu The Guardian fyrir túlkun sína á stallsystur sinni Jean Seberg í kvikmynd um líf þeirrar síðarnefndu sem kallast einfaldlega Seberg. Sérstök áhersla er á tímabilið þegar leikkonan studdi hin róttæku samtök Black Panthers og átti í sambandi með aðgerðasinnanum Hakim Jamal sem Anthony Mackie leikur. Rýni þykir myndin sjálf, sem Benedict Andrews leikstýrir, á hinn bóginn missa marks; segir hana um margt gallaða og gefur henni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum. The Independent gefur sömu einkunn.