Guðjón Ingimundarson fæddist 12. janúar 1915 á Svanshóli í Kaldrananeshreppi, Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Jónsson, bóndi þar, og Ólöf Ingimundardóttir.

Guðjón Ingimundarson fæddist 12. janúar 1915 á Svanshóli í Kaldrananeshreppi, Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Jónsson, bóndi þar, og Ólöf Ingimundardóttir.

Guðjón lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941 og kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974. Hann var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986.

Guðjón var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, var í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978 og í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978. Hann sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár og var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983.

Eiginkona Guðjóns var Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1922, d. 2010. Þau eignuðust sjö börn.

Guðjón lést 15. mars 2004.