Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður Brage í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleikina gegn Kanada og El Salvador 15. og 19. janúar.
Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður Brage í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleikina gegn Kanada og El Salvador 15. og 19. janúar. Bjarni, sem er 24 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Brage á síðasta ári þegar liðið endaði í þriðja sæti sænsku B-deildarinnar. Hann spilaði alla 22 leiki KA í úrvalsdeildinni 2018. Bjarni kemur í staðinn fyrir Jón Dag Þorsteinsson, leikmann AGF í Danmörku, en hann þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.