Þórunn Bára Björnsdóttir opnar sýninguna Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi í dag.
Þórunn Bára Björnsdóttir opnar sýninguna Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi í dag. Þórunn vinnur með náttúruskynjun og er umhugað um samband manns við náttúru og telur að listin hafi hlutverki að gegna við að hvetja fólk til að umgangast náttúruna af hugulsemi og virðingu. Verkunum í Hofi er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum og einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstrugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um.