Mikhel Undir halastjörnu.
Mikhel Undir halastjörnu.
Tilkynnt hefur verið hvaða tíu leikarar eru valin rísandi stjörnur eða „Shooting Stars“ á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár.
Tilkynnt hefur verið hvaða tíu leikarar eru valin rísandi stjörnur eða „Shooting Stars“ á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár. Tímaritið Variety birtir nöfnin og meðal þeirra er eistneski leikarinn Pääru Oja sem valinn er fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Mihkel í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar þar sem hann fór með titilhlutverkið. Myndin fékk íslenska titilinn Undir halastjörnu. Á hverju ári velur European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega evrópska leikara sem fá viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni. Dómnefndin var í ár skipuð Lucy Bevan frá Bretlandi, Dome Karukoski frá Finnlandi, Katarinu Krnacova frá Slóvakíu, Vessel Kazakova frá Búlgaríu og Rudiger Sturm frá Þýskalandi. Kvikmyndahátíðin í Berlín verður haldin í 70. sinn 20. febrúar til 1. mars.