Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst í fyrra var í dag framlengt um fjórar vikur. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst í fyrra var í dag framlengt um fjórar vikur. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Fram kom á vef RÚV í gær að framhaldi aðalmeðferðar málsins hefði verið frestað fram á fimmtudag en vitni komust ekki frá Egilsstöðum vegna veðurs.

Mennirnir, sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi, eru ákærðir fyrir að hafa smyglað tæpum 38 kílóum af amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi. Í ákærunni segir að fíkniefnin sem um ræðir séu sterk; þannig var amfetamínið 70 prósent að meðalstyrkleika og kókaínið tæp 82 prósent.

Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem yfirvöld hér landi hafa lagt hald á í einu lagi.