Gústaf A. Skúlason
Gústaf A. Skúlason
Gústaf A. Skúlason spyr hvort þetta bréf gæti fylgt umsögn um hæli á Íslandi: Það versta var þegar börnin stækkuðu og komu með spurningar um skotgötin á veggjunum eða þegar þau vöknuðu við sprengjur um miðja nótt og ég reyndi að róa þau.

Gústaf A. Skúlason spyr hvort þetta bréf gæti fylgt umsögn um hæli á Íslandi:

Það versta var þegar börnin stækkuðu og komu með spurningar um skotgötin á veggjunum eða þegar þau vöknuðu við sprengjur um miðja nótt og ég reyndi að róa þau. Allt var svo ofan í okkur. Fólk féll fyrir byssukúlum við útidyrnar, sífellt fleiri vinir mínir lentu í þessu. Hús þeirra voru eyðilögð í sprengjuódæðum, kveikt var í bílum þeirra. Ráðist á börn þeirra, þeim nauðgað og þau rænd.

Eldri sonur minn byrjaði daginn á því að ganga úr skugga um hvar morð voru framin og hvar var sprengt um nóttina til að vera öruggur um að enginn sem hann þekkti hefði lent í neinu svakalegu. Hversdagsleikinn breyttist. Við þorðum ekki lengur að fara út á kvöldin eða hleypa krökkunum út að leika sér. Eftir skamman tíma snerust allar umræður um öryggi, hvernig við gætum reynt að verja börnin. Trúarhús okkar voru eyðilögð. Þegar við hittumst á trúarlegum hátíðum sögðum við brandara til að reyna að halda hættunni í burtu eða sögðum beint hvert við annað að „ef það springur núna, þá deyjum við alla vega nálægt Guði“.

En það óeðlilega við þetta bréf er að það er frásögn fjölskyldu sem býr í Svíþjóð og hafði flúið ofbeldið í Malmö til Stokkhólms og vaknaði klukkan eitt í fyrrinótt við sprengjuódæðið á Östermalm í Stokkhólmi.