Notkun lýsingarorðanna þykkur og þunnur hefur breyst fyrir áhrif frá nágrannamálum. Þar getur kaðall verið þykkur eða þunnur. Sá íslenski er mjór / grannur eða sver / gildur .
Notkun lýsingarorðanna þykkur og þunnur hefur breyst fyrir áhrif frá nágrannamálum. Þar getur kaðall verið þykkur eða þunnur. Sá íslenski er mjór / grannur eða sver / gildur . En veggur, þil, plata, bók, peysa, dýna – þetta getur allt verið þykkt eða þunnt. Lína , sem dregin er, er svo mjó eða breið .