Ólíkt Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í Keflavík tapaði í gærkvöld en Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 24 stig fyrir Val í stórsigri gegn Snæfelli.
Ólíkt Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í Keflavík tapaði í gærkvöld en Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 24 stig fyrir Val í stórsigri gegn Snæfelli. — Morgunblaðið/Eggert
Þrefaldir meistarar Vals unnu afar sannfærandi 93:54-sigur á Snæfelli á heimavelli í 16. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Valskonur hafa verið að gefa eftir í síðustu umferðum en þær sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn.

Þrefaldir meistarar Vals unnu afar sannfærandi 93:54-sigur á Snæfelli á heimavelli í 16. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Valskonur hafa verið að gefa eftir í síðustu umferðum en þær sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn. Helena Sverrisdóttir átti besta leik sinn í nokkurn tíma og er hún komin í gott stand eftir meiðsli. KR er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Val. KR-ingar unnu þægilegan 79:60-sigur á Breiðabliki. Danielle Rodriguez átti einn sinn besta leik fyrir KR til þessa, en hún skoraði 31 stig. Rodriguez hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár en ekki náð sömu hæðum með KR og hún gerði með Stjörnunni.

Haukar unnu Grindavík, 80:73, og hafa unnið sex af síðustu sjö og Skallagrímur vann nauman sigur á Grindavík, 58:55. Haukar og Skallagrímur eru aðeins tveimur stigum frá Keflavík sem er í þriðja sæti.