Venus NS
Venus NS
Kolmunnaskipin sem síðustu daga hafa legið í færeyskum höfnum héldu á miðin suður af Færeyjum í gær. Tíðarfarið hefur verið afleitt á þessum slóðum undanfarið og lítið tóm gefist til veiða.

Kolmunnaskipin sem síðustu daga hafa legið í færeyskum höfnum héldu á miðin suður af Færeyjum í gær. Tíðarfarið hefur verið afleitt á þessum slóðum undanfarið og lítið tóm gefist til veiða.

Í gær voru Beitir, Börkur, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Margrét, Venus og Víkingur á leið á miðin. Þá var Hoffell á suðurleið miðja vegu milli Íslands og Færeyja síðdegis í gær.

Skipin héldu flest frá Íslandi 3.-4. janúar. Þokkalega fiskaðist á gráa svæðinu suður af færeysku lögsögunni en skipin náðu þó aðeins um sólarhring á miðunum. Skipin voru flest með slatta og lönduðu sum þeirra í Færeyjum.