Heildarviðskipti með fasteignir námu 560 milljörðum króna í fyrra í alls 12.200 kaupsamningum. Það var 24 milljörðum króna meira á nafnvirði en árið 2018 og 53 milljörðum króna meira en þensluárið 2017.

Heildarviðskipti með fasteignir námu 560 milljörðum króna í fyrra í alls 12.200 kaupsamningum. Það var 24 milljörðum króna meira á nafnvirði en árið 2018 og 53 milljörðum króna meira en þensluárið 2017.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands um veltuna í fyrra.

Þróunin frá 2014 er sýnd á grafinu hér fyrir ofan. Veltan var 406 milljarðar króna árið 2007 en það eru um 682 milljarðar á núverandi verðlagi miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs.

Á þensluárunum fyrir efnahagshrunið var lánsfjárhlutfallið gjarnan hátt við fasteignakaup. Með innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn 2004 varð aðgengi að lánsfé greiðara.