Geir Waage
Geir Waage
Fyrirlestrar í Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði hefjast á nýju ári með fyrirlestri sr. Geirs Waage sóknarprests þriðjudaginn 21. janúar kl. 20.

Fyrirlestrar í Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði hefjast á nýju ári með fyrirlestri sr. Geirs Waage sóknarprests þriðjudaginn 21. janúar kl. 20. Þar fjallar Geir um forvera sína á Reykholtsstað og staðinn sjálfan frá árinu 1569 til 1807, það er tíma svonefndra Reykhyltinga. Umbroti siðaskiptanna lauk í Reykholti með því að síra Jóni Einarssyni var falinn staðurinn árið 1569. Með honum hófst tímabil er sama ættin hélt staðinn óslitið í 185 ár, afkomendur síra Jóns. Allir voru Reykhyltingar merkismenn sinnar samtíðar.

Sr. Geir Waage lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1978 og vígðist á sama hausti til Reykholts, sem hann hefur setið æ síðan sem sóknarprestur.