Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í dag, fimmtudag, kl. 17.30 heldur Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir fyrirlestur í Veröld – húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík.

Í dag, fimmtudag, kl. 17.30 heldur Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir fyrirlestur í Veröld – húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík. Hrafnhildur er nemi á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík, er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var fjórtán mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, með annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar, en þangað fór hún með móður sinni, Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM og fyrrverandi umhverfisráðherra, árið 2011 til að heimsækja sínar gömlu slóðir.

Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem býður upp á ókeypis veitingar að fyrirlestrinum loknum.