Stjórn Rannsóknarsjóðs hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2020 til 55 nýrra rannsóknaverkefna, samtals um 762 milljónum króna. Verkefnin eru almennt til þriggja ára og fara 1.700 milljónir króna í eldri verkefni.
Stjórn Rannsóknarsjóðs hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2020 til 55 nýrra rannsóknaverkefna, samtals um 762 milljónum króna. Verkefnin eru almennt til þriggja ára og fara 1.700 milljónir króna í eldri verkefni. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja sem nú voru tveir, hvor að upphæð 150 milljónir króna. Úthlutunina og nánari upplýsingar má finna á vef sjóðsins, rannis.is.