Í loftinu Jón Axel og Ásgeir Páll saman í útsendingu á Ítalíu.
Í loftinu Jón Axel og Ásgeir Páll saman í útsendingu á Ítalíu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum K100, hefur verið með útsendingar frá Ítalíu hin síðustu misseri. Máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ átti svo sannarlega við þegar þeir Ásgeir Páll fóru í ferðalag um Ítalíu ásamt konum sínum.

Eins og áður hefur komið fram á K100 fluttist Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar á K100, tímabundið til Ítalíu í vetur og sendir þaðan út á hverjum degi. Félagi hans úr þættinum, Ásgeir Páll, ákvað að flýja vetrarhörkurnar hér á Íslandi ásamt eiginkonu sinni og heimsækja Jón á Ítalíu. Hafa þeir félagar því vaknað saman á morgnana þar og sent þáttinn út og ferðast svo um eftir hádegið. Það heyrir svo sem ekkert til tíðinda þegar menn fara í frí en hins vegar verður að segjast að það var ansi spaugilegt að sjá fararkost þeirra félaga í ferð sem þeir fóru á dögunum ásamt eiginkonum sínum. Bílaleigubíll var pantaður í verkið en það vildi svo illa til að fyrir mistök var minnsti bíllinn á leigunni pantaður og þurftu þau fjögur með einhverju móti að komast fyrir í honum. Engum sögum fer af þægindum í ferðinni en þau komust a.m.k. á leiðarenda.

Ísland vaknar er á dagskrá K100 alla virka morgna frá 6-10.