Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendu í gær kveðjur til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði þá skýrt Guðna frá stöðu mála.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendu í gær kveðjur til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði þá skýrt Guðna frá stöðu mála. „Ég sendi hlýjar kveðjur vestur á firði og einlægar þakkir til allra sem brugðust við og sinntu nauðsynlegum störfum eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði. Blessunarlega varð ekki mannskaði, annað tjón er unnt að bæta,“ skrifaði Guðni. „Bænir mínar, hugur og hjarta eru hjá Flateyringum, Súgfirðingum og öðrum Vestfirðingum. Það er Guðsblessun að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og aðra vaska viðbragsaðila sem raun ber vitni við jafn krefjandi aðstæður. Það lýsti upp annars dimman janúarmánuð að engin hafi farist í þessum hamförum,“ sagði Agnes m.a.