Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára, en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára, en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019. Gerðir voru samhljóða samningar við rekstraraðila hjúkrunar- og/eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Samningarnir taka alls til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma og nema um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi ársins 2020.

Þetta kemur fram í frétt frá Sjúkratryggingum í gær. Þar segist stofnunin fagna því að þessir mikilvægu samningar séu í höfn og náðst hafi samkomulag bæði um daglega þjónustu svo og um leiðir til að halda áfram að þróa samstarf aðila samningsins.