Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Dagskrá karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu í júnímánuði er komin á hreint, eins langt og það nær, því í gær tilkynnti KSÍ að samið hefði verið við Færeyinga um vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 3. júní.

Dagskrá karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu í júnímánuði er komin á hreint, eins langt og það nær, því í gær tilkynnti KSÍ að samið hefði verið við Færeyinga um vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 3. júní. Sex dögum síðar verður leikið við Pólverja í Poznan en ef Ísland tryggir sér sæti í lokakeppni EM verður fyrsti leikurinn þar gegn Portúgölum í Búdapest 16. júní.

Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum og hefur Ísland unnið 23 af þeim en sjö ár eru liðin frá síðustu viðureign þjóðanna. Sumarið 2013 skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmark Íslands á Laugardalsvellinum, 1:0.

Léku við Kanada í nótt

Kolbeinn er einmitt einn af fáum fastamönnum landsliðsins sem eru með því í Kaliforníu þessa dagana. Ísland mætti þar Kanada í fyrsta vináttulandsleik ársins í nótt, en viðureign liðanna hófst á miðnætti í borginni Irving. Umfjöllun um leikinn má sjá á mbl.is/sport. vs@mbl.is