Mikilfengleg Margir lögðu leið sína í Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti, en byggingin var fallega upplýst eins og verkin.
Mikilfengleg Margir lögðu leið sína í Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti, en byggingin var fallega upplýst eins og verkin. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hin árlega Safnanótt var á föstudagskvöldið var og að vanda á dagskrá Vetrarhátíðar sem haldin er á höfuðborgarsvæðinu.
Hin árlega Safnanótt var á föstudagskvöldið var og að vanda á dagskrá Vetrarhátíðar sem haldin er á höfuðborgarsvæðinu. Opið var langt fram á kvöld í öllum söfnum á svæðinu og boðið upp á fjölbreytilega viðburði, svo sem draugagöngur, skoðunarferðir um geymslur listasafna, kórtónleika, uppistand, örleiðsagnir og gjörninga. Þá voru nokkur ljósalistaverk til sýnis í miðborginni og vöktu athygli þótt það blési hressilega um þá sem voru að skoða verkin.