Kristínu Þorsteinsdóttur, einum umsækjenda um starf útvarpsstjóra, hefur borist synjun um rökstuðning vegna ráðningarinnar. Kristín óskaði upplýsinga um m.a.

Kristínu Þorsteinsdóttur, einum umsækjenda um starf útvarpsstjóra, hefur borist synjun um rökstuðning vegna ráðningarinnar. Kristín óskaði upplýsinga um m.a. hvað hefði ráðið vali á útvarpsstjóra og hvað Stefán Eiríksson, nýr útvarpsstjóri, hefði haft fram yfir hana.

Synjunin frá RÚV er reist á þeim rökum að vegna stöðu RÚV sem opinbers hlutafélags sé stjórninni ekki lögskylt að veita einstökum umsækjendum sérstakan rökstuðning.

Kristín óskaði þess einnig að fá gögn sem varða umsóknarferlið, en fékk neitun við þeirri ósk líka. Vísaði RÚV í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála og sagði að upplýsingalög veittu ekki rétt til gagnanna. „Við bætist jafnframt að aðgangur að vinnugögnum er jafnan undanskilinn upplýsingarétti ásamt því að einkahagsmunir annarra, þ.m.t. annarra umsækjenda, geta staðið afhendingu í vegi,“ sagði í svari RÚV.

Auk Kristínar óskaði Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og umsækjandi um starf útvarpsstjóra, eftir rökstuðningi en hafði ekki fengið svar í gær. 6