Fulltrúar frá fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi fara í næsta mánuði í kynnisferð til Danmerkur. Allt að þrír fulltrúar fara frá hverju sveitarfélagi og alls verða rétt tæplega fjörutíu manns með í för.

Fulltrúar frá fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi fara í næsta mánuði í kynnisferð til Danmerkur. Allt að þrír fulltrúar fara frá hverju sveitarfélagi og alls verða rétt tæplega fjörutíu manns með í för. Ferðin er skipulögð af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og greiða samtökin hluta af útlögðum kostnaði þátttakenda meðan á ferðinni stendur, en ekki flug eða gistingu.

Samkvæmt upplýsingum frá SASS verður haldið út að morgni 9. mars og komið heim síðdegis hinn 12. Heimsótt verða sveitarfélög í nágrenni Kaupmannahafnar og munu þátttakendur geta kynnt sér hvernig staðið er að rekstri sveitarfélaga þar, atvinnumálum, nýsköpun, sorpmálum og hvernig heimsmarkmiðum SÞ er fylgt eftir.