Best María Rún Gunnlaugsdóttir er fremsta fjölþrautarkona landsins.
Best María Rún Gunnlaugsdóttir er fremsta fjölþrautarkona landsins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frjálsíþróttakonan María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, varði um helgina Íslandsmeistaratitil sinn í fimmtarþraut kvenna í Laugardalshöll. María Rún fékk 3.965 stig og var ekki langt frá sínum besta árangri í fimmtarþraut sem hún náði í fyrra þegar hún fékk...

Frjálsíþróttakonan María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, varði um helgina Íslandsmeistaratitil sinn í fimmtarþraut kvenna í Laugardalshöll. María Rún fékk 3.965 stig og var ekki langt frá sínum besta árangri í fimmtarþraut sem hún náði í fyrra þegar hún fékk 4.094 stig.

Þá fagnaði Ísak Óli Traustason, UMSS, sigri í sjöþraut karla en Ísak fékk 5.336 stig og var átta stigum frá sínum besta árangri sem hann náði í fyrra. Ísak var með mikla yfirburði og sigraði í öllum sjö þrautum greinarinnar.