Engin alslemma.

Engin alslemma. N-Allir

Norður
94
G932
8532
ÁG6

Vestur Austur
K5 63
108765 --
Á76 KDG104
1074 D98532

Suður
ÁDG10872
ÁKD4
9
K

Suður spilar 4.

Þeir töldu sig heppna sagnhafarnir í tvímenningi Bridshátíðar sem fengu út lauf gegn 4. Sáu fyrir sér leið inn í borð á G til að henda tígli niður í Á. Svína svo í spaða og vinna sjö í góðri legu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Það sem gerðist var þetta: Austur trompaði G, spilaði makker sínum inn á Á og fékk aðra stungu. Einn niður!

Bilde-hjónin dönsku voru í vörninni á einu borði og sögðu aldrei neitt. Morten kom út með Á og Dorte reyndi að vekja athygli á hjartaeyðunni með því að láta drottninguna undir. Morten hugleiddi málið en ákvað að bíða átekta og spilaði aftur tígli. Sagnhafi gat nú unnið fimm með því að spila Á og spaða, en hann bjóst við að útspilið væri frá ÁK og drottningin einfaldlega lýsandi spil frá DG10. Hann yfirtók því K til að svína í trompi. Þá kom stungan.