Jón Magnússon
Jón Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Margir hafa furðað sig á lýðskrumi því sem þingmenn samfylkingarflokkanna þriggja stóðu fyrir á Alþingi í liðinni viku með beiðni um „skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á...

Margir hafa furðað sig á lýðskrumi því sem þingmenn samfylkingarflokkanna þriggja stóðu fyrir á Alþingi í liðinni viku með beiðni um „skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.“

Jón Magnússon víkur að þessu á blog.is: „Formaður Viðreisnar vill útreikning á ósamanburðarhæfum hlutum og nota á við það reikningskúnstir og mismunandi gögn sem gerir það að verkum að mér datt í hug saga af samskiptum listmálarans Jóhannesar Kjarval og stærðfræðingsins Ólafs Daníelssonar þegar þeir hittust niður við höfn í Reykjavík.

Kjarval sagði. Mig langar til að leggja fyrir þig eina spurningu af því að þú ert stærðfræðingur. Jæja hver er hún sagði Ólafur. Já það siglir skip til Ameríku, segir Kjarval. Skipið er 2000 smálestir að stærð og er statt á 64 gráðu norðurbreiddar, en skipstjórinn er fertugur að aldri. Nú hvað er það svo sem þig langar til að vita spyr Ólafur. Ja mig langar til að vita hvað kokkurinn á skipinu mundi heita sagði Kjarval.

Líklegt er að þeir sem þurfa að vinna skýrsluna fyrir Alþingi skv. uppleggi formanns Viðreisnar lendi í álíka hremmingum og Ólafur Daníelsson við að svara svona kúnstugum samanburði og Þorgerður Katrín vill fá upplýsingar um og Ólafur Daníelsson forðum við að svara spurningunni um það hvað kokkurinn á skipinu héti skv. uppleggi Kjarval.“