Hjólastígur verður lagður frá Veðurstofuvegi að Skógarhl Samgöngur
Hjólastígur verður lagður frá Veðurstofuvegi að Skógarhl Samgöngur — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjavíkurborg áformar að leggja nýjan 500 metra göngu- og hjólastíg samsíða Bústaðavegi frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og hjólastígum þar sem hvor stígur um sig er 2,5-3 metrar á breidd.

Reykjavíkurborg áformar að leggja nýjan 500 metra göngu- og hjólastíg samsíða Bústaðavegi frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og hjólastígum þar sem hvor stígur um sig er 2,5-3 metrar á breidd.

Grafin verða undirgöng undir Litluhlíð til að tengja nýju stígana við Skógarhlíð. Samhliða þeirri framkvæmd verður Litlahlíð mjókkuð í samræmi við drög að deiliskipulagi sem nú er í kynningu.

Áform þessi voru kynnt í skipulags- og samgönguráði í síðustu viku og þar óskað heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir verkið. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar.

Fleiri hjólastígar eru á teikniborðinu, til að mynda frá Miklubraut að Bústaðavegi og yfir í Elliðaárdal.