Þorrabjór Kaldi nýtur vinsælda.
Þorrabjór Kaldi nýtur vinsælda. — Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Alls seldust 19.954 lítrar af þorrabjór fyrstu tvær vikurnar síðan hann var settur í sölu. Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum varð ríflega 15% samdráttur í sölu frá fyrra ári. Mest hefur selst af Þorra Kalda, alls 8.632 lítrar.

Alls seldust 19.954 lítrar af þorrabjór fyrstu tvær vikurnar síðan hann var settur í sölu. Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum varð ríflega 15% samdráttur í sölu frá fyrra ári.

Mest hefur selst af Þorra Kalda, alls 8.632 lítrar. Næstvinsælasti þorrabjórinn er Bóndi, þá Víking-vetraröl og fjórði vinsælasti bjórinn er Linda B, samstarfsverkefni Víkings og RVK Brewing. Segull 67-þorraöl er í fimmta sæti yfir mest selda þorrabjórinn. hdm@mbl.is