Svo virðist sem enn sé verið að bóka flug á Boeing 737-MAX-vélar Icelandair en Morgunblaðið fékk ábendingu um að í flugferðaupplýsingum fyrir flug til Kaupmannahafnar í lok mánaðar væri slík vél skráð.
Svo virðist sem enn sé verið að bóka flug á Boeing 737-MAX-vélar Icelandair en Morgunblaðið fékk ábendingu um að í flugferðaupplýsingum fyrir flug til Kaupmannahafnar í lok mánaðar væri slík vél skráð. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru MAX-vélarnar jafnóðum teknar úr kerfi félagsins í þann tíma sem ákveðið hefur verið að kyrrsetja þær. Ekki þekktist til þessa tiltekna flugs en Icelandair sagði engan þurfa að óttast að vera á leið í flug í MAX-vél á næstunni, nú þegar tilkynnt hefur verið að þær verði ekki í flotanum fram yfir sumar.