Veðurstofan gaf út gula viðvörun í gær vegna norðan hríðarveðurs við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Veðurstofan gaf út gula viðvörun í gær vegna norðan hríðarveðurs við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varaði í gærkvöld við veðrinu og sagði að frá því seint í gærkvöld, eftir kl. 22, og í nótt væri útlit fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum. Reikna má með strekkingsvindi og því að snjór fjúki í skafla.

Því eru líkur á ófærð á vegum nú með morgninum, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni.