„Þetta er mjög spennandi vinna og gengur vel,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

„Þetta er mjög spennandi vinna og gengur vel,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

Fimm sveitarfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu hafa ráðið verkefnastjóra til að stýra undirbúningsvinnu fyrir mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Fyrsti fundur undir hans stjórn er á morgun og samkvæmt verkáætlun á að liggja fyrir skýrsla um kosti og galla sameiningar fyrir sumarfrí. Sveitarfélögin geti í kjölfarið ákveðið hvort sameiningaráformin fari í lögformlegt ferli.

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skaftárhreppur með Kirkjubæjarklaustur sem þéttbýlisstað, Mýrdalshreppur með Vík, Rangárþing eystra með Hvolsvöll, Rangárþing ytra með Hellu og Ásahreppur. Alls myndu vera um 5.100 íbúar í sameinuðu sveitarfélagi.

Sveitarfélögin fjögur í Austur-Húnavatnssýslu, sem átt hafa í viðræðum undanfarin tvö ár, hafa sömuleiðis ráðið verkefnastjóra til að stýra undirbúningsvinnu. hdm@mbl.is 14