Öldugangur við vita á S-Englandi.
Öldugangur við vita á S-Englandi. — AFP
Þúsundir Breta voru án rafmagns, fresta þurfti stórum íþróttaviðburðum og hundruðum flugferða var aflýst þegar stormurinn Ciara gekk yfir Bretlandseyjar í gær. Gríðarleg rigning og mikið hvassviðri var yfir eyjunum öllum og mikið um flóð.

Þúsundir Breta voru án rafmagns, fresta þurfti stórum íþróttaviðburðum og hundruðum flugferða var aflýst þegar stormurinn Ciara gekk yfir Bretlandseyjar í gær. Gríðarleg rigning og mikið hvassviðri var yfir eyjunum öllum og mikið um flóð. Þá voru í gærkvöld í gildi miklar veðurviðvaranir víða um land og vöruðu stjórnvöld við því að á svæðum nærri ströndum gætu öldur og fjúk ógnað fólki. Einnig lá fyrir að gul viðvörun myndi gilda um Bretlandseyjar til miðnættis.

Sterkastar voru vindhviðurnar í Wales en þar mældist vindhraði í Aberdaron ríflega 41 m/s.

Aflýsa þurfti flugi víðar en í Bretlandi, sem dæmi var um 240 flugferðum aflýst frá Amsterdam í gær, en Ciara hafði áhrif víða í V-Evrópu.